top of page
ÁB maí 2021eenJx_VQ_edited_edited.jpg

Um LÖGMAN

Lögman var stofnað árið 2018 af Áslaugu Björgvinsdóttur lögmanni og sérfræðingi í félagarétti.

Áslaug sem er áhugakona um réttaröryggi býr yfir mjög góðri og yfirgripsmikilli lögfræðiþekkingu og fjölbreyttri reynslu bæði á sviði einkamála, sakamála og líka stjórnsýslu. Hún hefur farsæla og fjölbreytta starfsreynslu sem lögmaður og áður sem héraðsdómari, framkvæmdastjóri dómstólaráðs, dómarfulltrúi og dósent í félagarétti fyrst við lagadeild Háskóla Íslands og síðar Lagadeild Háskólans Reykjavík. 


Áslaug er sérfræðingur í félagarétti og stjórnarháttum félaga. Hún er m.a. höfundur grundvallarritsins Félagaréttur sem er kennd í öllum lagadeildum háskólanna. Hér má finna erindi um félög til almannaheilla og nýlega löggjöf um þau sem hún flutti á vegum Almannaheilla 30. mars 2022. Hún samdi einnig frumvarpið sem varð að lögum nr. 50/2007 um sameignarfélög. Sjá nánar feril Áslaugar og greinar og viðtöl við hana.

MENNTUN OG STARFSRÉTTINDI

Meistaragráða (LL.M) við lagadeild lagadeild Háskólans í Hamborg (Universität Hamburg) 1994

Málflutningsréttindi 1991

Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands. 

Laganám við lagadeild Háskólans í Kiel (Universität Kiel) 1988-1990

Stúdentspróf af máladeild frá Menntaskólanum við Sund 1986

Sjá nánar

STARFSFERILL

Sjálfstætt starfandi ráðgjafi og lögmaður frá 2015

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 2010-2015

Settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sept. 2009-mars 2010

Varadómari við EFTA-dómstólinn 2010-2013

Dósent við Háskólann í Reykjavík 2003 - 2010

Dósent (og áður lektor) við Háskóla Íslands 2000-2003

Framkvæmdastjóri Dómstólaráðs 1998-2000

Dómarafulltrúi við Héraðsdóm Reykjavíkur 1995-1998

Fulltrúi á lögmannsstofu 1991 - 1993

Sjá nánar

FRÆÐILEG RITSTÖRF

Meðal fræðistarfa Áslaugar eru bókin Félagaréttur sem er kennd í öllum lagadeildum hér á landi. Þá hefur hún skrifað fræðigreinar á sviði félagaréttar, bæði um almenn félög og hlutafélög, kauphallaréttar og um góða stjórnarhætti (corporate governance).

Sjá nánar

FÉLAGS- OG TRÚNAÐARSTÖRF

Áslaug hefur gegnt mörgum nefndar-, félags- og trúnaðarstörfum. Hún situr núna í fulltrúaráði Mannréttindaskrifstofu Íslands og í laganefnd Barnaheilla. Hún var m.a.  áður í stjórn Mannréttindaskrifstofunnar, Barnaheilla,  varaformaður Dómarafélagsins, stjórn Lögfræðingafélagsins, skólaráði Réttarholtsskóla, foreldrafélaga, opinberum nefndum á vegum stjórnvalda, nefndum og ráðum innan Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. 

Sjá nánar

LÖGFRÆÐILEG VERKEFNI

Meðal lögfræðilegra verkefna Áslaugar eru álitsgerðir á sviði félagaréttar og frumvörp að lögum fyrir stjórnvöld, en hún samdi m.a. viðamikið frumvarp sem varð að lögum nr. 50/2007 um sameignarfélög, en með þeim voru reglur um stofnun og starfsemi sameignarfélaga lögfest í fyrsta skipti. Hún samdi einnig ítarlega umsögn um frumvarp til laga um dómstóla árið 2016 og skýrslu til GRECO 2015 um íslenska dómskerfið. Sjá hér.


Sjá nánar

KENNSLA, FYRIRLESTRAR OG NÁMSKEIÐ Í FÉLAGARÉTTI

Áslaug sinnti kennslu á sviði félagaréttar um árabil eða allt frá árinu 1994 þegar hún hóf kennslu við lagadeild HÍ í félagarétti þar sem hún kenndi einnig tímabundið kröfu- og skaðabótarétt. Hún hafði umsjón með og skipulagði ný námskeið á sviði félaga- og fjármagnsmarkaðsréttar við lagadeild og viðskiptadeild HÍ og HR, þ.á m. í verðbréfamarkaðsrétti, stjórnarháttum hlutafélaga og stjórnun og ábyrgð í hlutafélögum. Áslaug hefur einnig flutt fyrirlestra, skipulagt fagfundi og námskeið fyrir ýmsa aðila. 


Sjá nánar

bottom of page