Bild%20%C3%81slaug%20Bj%C3%B6rgvinsd%C3%B3ttir_edited.jpg
 

Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður veitir einstaklingum, fyrirtækjum, félögum og stofnunum lögfræðiþjónustu

 
Við Snæfellsnes.jpg

Almenn lögfræðiráðgjöf, samningagerð og sáttaumleitanir

Félög og sjálfseignarstofnanir. Gerð stofnsamninga og samþykkta, ráðgjöf um starfshætti, starfsreglur og ábyrgð stjórnar, réttindi og skyldur félagsmanna og minnihlutavernd

Stjórnsýsluréttur og samskipti við stjórnvöld. Stjórnsýsluerindi, stjórnsýslukærur,  kvartanir til umboðsmanns Alþingis og bótakröfur

Persónuvernd og dómabirtingar

Lögfræðilegar álitsgerðir og umsagnir um lagafrumvörp

Fjölskylduréttur. Aðstoð við slit sambúðar og hjúskapar og samkomulags um forsjá barna

UM ÁSLAUGU

Áslaug hefur verið starfandi ráðgjafi og lögmaður frá árinu 2015. Hún stofnaði Lögman lögfræðiþjónustu árið 2018. Hún býr yfir góðri lögfræðiþekkingu og fjölbreyttri reynslu af úrlausn hvers konar lögfræðilegra álitaefna vegna starfa sem lögmaður, héraðsdómari og fræðimaður, einkum á sviði félagaréttar og sjálfseignarstofnana, réttarfars, stjórnsýslu-, samninga-, skaðabóta- og fjölskylduréttar. Áslaug situr í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands og laganefnd Barnaheilla. Hún er viðurkenndur stjórnarmaður frá Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti.  

Áslaug starfaði við héraðsdómstólana sem dómarafulltrúi og framkvæmdastjóri Dómstólaráðs árin 1995-2000 og dómari árin 2010-2015 og hefur einnig sinnt fræðimennsku og háskólakennslu sem dósent, fyrst við lagadeild HÍ og síðar við lagadeild HR. Hún aflaði sér réttinda til málflutnings árið 1993 þegar hún starfaði á lögmannsstofu Garðars og Vilhjálms í Keflavík. Sjá nánar feril Áslaugar hér.

Áslaug hefur brennandi áhuga á lögfræði og samfélagi, þ.á m. samfélagslegum umbótum, góðum stjórnarháttum í félögum og opinberri stjórnsýslu, mannréttindum, réttaröryggi og velferð borgaranna. Áslaug hefur beitt sér fyrir umbótum á lagarammanum um dómskerfið til að efla stjórnsýslu þeirra og sjálfstæði dómstóla. Í viðtali við Morgunblaðið í tilefni 50 ára afmælis hennar 2016 sagði hún m.a.:„Traust til réttarvörslukerfis er jafn mikilvægt og sterk heilbrigðis- og skólakerfi. Réttarríkið snýst um að skapa traust, öryggi og vellíðan. Þegar fólk fær ekki réttláta málsmeðferð hjá stjórnvöldum eða dómstólum skapast vantraust, óöryggi og vanlíðan ekki bara hjá viðkomandi einstaklingi heldur hópum og samfélaginu í heild. Ef fólk skynjar ekki að það njóti réttlætis og mál þess séu meðhöndluð með sanngjörnum og réttlætum hætti þurfum við að hlusta á það." Sjá fleiri viðtöl og greinar á liðnum árum við Áslaugu hér

 

MENNTUN OG STARFSRÉTTINDI

Meistaragráða (LL.M) við lagadeild lagadeild Háskólans í Hamborg (Universität Hamburg) 1994

Málflutningsréttindi 1991

Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands. 

Laganám við lagadeild Háskólans í Kiel (Universität Kiel) 1988-1990

Stúdentspróf af máladeild frá Menntaskólanum við Sund 1986

Sjá nánar

STARFSFERILL

Sjálfstætt starfandi ráðgjafi og lögmaður frá 2015

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 2010-2015

Settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sept. 2009-mars 2010

Varadómari við EFTA-dómstólinn 2010-2013

Dósent við Háskólann í Reykjavík 2003 - 2010

Dósent (og áður lektor) við Háskóla Íslands 2000-2003

Framkvæmdastjóri Dómstólaráðs 1998-2000

Dómarafulltrúi við Héraðsdóm Reykjavíkur 1995-1998

Fulltrúi á lögmannsstofu 1991 - 1993

Sjá nánar

FRÆÐILEG RITSTÖRF

Meðal fræðistarfa Áslaugar eru bókin Félagaréttur sem er kennd í öllum lagadeildum hér á landi. Þá hefur hún skrifað fræðigreinar á sviði félagaréttar, bæði um almenn félög og hlutafélög, kauphallaréttar og um góða stjórnarhætti (corporate governance).

Sjá nánar

FÉLAGS- OG TRÚNAÐARSTÖRF

Áslaug hefur gegnt mörgum nefndar-, félags- og trúnaðarstörfum. Hún situr núna í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands og skólaráði Réttarholtsskóla auk þess sem hún er í laganefnd Barnaheilla. Hún var m.a.  áður í stjórn Barnaheilla,  varaformaður Dómarafélagsins,  stjórn Lögfræðingafélagsins, foreldrafélaga, opinberum nefndum á vegum stjórnvalda, nefndum og ráðum innan Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. 


Sjá nánar

LÖGFRÆÐILEG VERKEFNI

Meðal lögfræðilegra verkefna Áslaugar eru álitsgerðir á sviði félagaréttar og frumvörp að lögum fyrir stjórnvöld, en hún samdi m.a. viðamikið frumvarp sem varð að lögum nr. 50/2007 um sameignarfélög, en með þeim voru reglur um stofnun og starfsemi sameignarfélaga lögfest í fyrsta skipti. Hún samdi einnig ítarlega umsögn um frumvarp til laga um dómstóla árið 2016 og skýrslu til GRECO 2015 um íslenska dómskerfið. Sjá hér.


Sjá nánar

KENNSLA, FYRIRLESTRAR OG NÁMSKEIÐ Í FÉLAGARÉTTI

Áslaug sinnti kennslu á sviði félagaréttar um árabil eða allt frá árinu 1994 þegar hún hóf kennslu við lagadeild HÍ í félagarétti þar sem hún kenndi einnig tímabundið kröfu- og skaðabótarétt. Hún hafði umsjón með og skipulagði ný námskeið á sviði félaga- og fjármagnsmarkaðsréttar við lagadeild og viðskiptadeild HÍ og HR, þ.á m. í verðbréfamarkaðsrétti, stjórnarháttum hlutafélaga og stjórnun og ábyrgð í hlutafélögum. Áslaug hefur einnig flutt fyrirlestra, skipulagt fagfundi og námskeið fyrir ýmsa aðila. 


Sjá nánar

 

Viðtöl og greinar

Lögmaður segir íslenska dómstóla stærsta dreifingaraðila persónulegra upplýsinga

15. nóvember 2020

Áslaug telur námsleyfi dómara vera jákvætt skref

17. maí 2020

Áslaug bend­ir á að ógagn­sæi ríki hjá dóm­stól­um um skip­an skipta­stjóra og eft­ir­lit dóm­stóla með þeim.

31. mars 2019

Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður og fyrrum héraðsdómari, segir að færa þurfi birtingu dóma á einn stað.

6. júní 2018

ab 3.jpg