Sími 511 7500
Um LÖGMAN
Lögman var stofnað árið 2018 af Áslaugu Björgvinsdóttur lögmanni og sérfræðingi í félagarétti.
Áslaug sem er áhugakona um réttaröryggi býr yfir mjög góðri og yfirgripsmikilli lögfræðiþekkingu og fjölbreyttri reynslu bæði á sviði einkamála, sakamála og líka stjórnsýslu. Hún hefur farsæla og fjölbreytta starfsreynslu sem lögmaður og áður sem héraðsdómari, framkvæmdastjóri dómstólaráðs, dómarfulltrúi og dósent í félagarétti fyrst við lagadeild Háskóla Íslands og síðar Lagadeild Háskólans Reykjavík.
Áslaug er sérfræðingur í félagarétti og stjórnarháttum félaga. Hún er m.a. höfundur grundvallarritsins Félagaréttur sem er kennd í öllum lagadeildum háskólanna. Hér má finna erindi um félög til almannaheilla og nýlega löggjöf um þau sem hún flutti á vegum Almannaheilla 30. mars 2022. Hún samdi einnig frumvarpið sem varð að lögum nr. 50/2007 um sameignarfélög. Sjá nánar feril Áslaugar og greinar og viðtöl við hana.
MENNTUN OG STARFSRÉTTINDI
Meistaragráða (LL.M) við lagadeild lagadeild Háskólans í Hamborg (Universität Hamburg) 1994
Málflutningsréttindi 1991
Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands.
Laganám við lagadeild Háskólans í Kiel (Universität Kiel) 1988-1990
Stúdentspróf af máladeild frá Menntaskólanum við Sund 1986
STARFSFERILL
Sjálfstætt starfandi ráðgjafi og lögmaður frá 2015
Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 2010-2015
Settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sept. 2009-mars 2010
Varadómari við EFTA-dómstólinn 2010-2013
Dósent við Háskólann í Reykjavík 2003 - 2010
Dósent (og áður lektor) við Háskóla Íslands 2000-2003
Framkvæmdastjóri Dómstólaráðs 1998-2000
Dómarafulltrúi við Héraðsdóm Reykjavíkur 1995-1998
Fulltrúi á lögmannsstofu 1991 - 1993
FRÆÐILEG RITSTÖRF
Meðal fræðistarfa Áslaugar eru bókin Félagaréttur sem er kennd í öllum lagadeildum hér á landi. Þá hefur hún skrifað fræðigreinar á sviði félagaréttar, bæði um almenn félög og hlutafélög, kauphallaréttar og um góða stjórnarhætti (corporate governance).
FÉLAGS- OG TRÚNAÐARSTÖRF
Áslaug hefur gegnt mörgum nefndar-, félags- og trúnaðarstörfum. Hún situr núna í fulltrúaráði Mannréttindaskrifstofu Íslands og í laganefnd Barnaheilla. Hún var m.a. áður í stjórn Mannréttindaskrifstofunnar, Barnaheilla, varaformaður Dómarafélagsins, stjórn Lögfræðingafélagsins, skólaráði Réttarholtsskóla, foreldrafélaga, opinberum nefndum á vegum stjórnvalda, nefndum og ráðum innan Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík.
LÖGFRÆÐILEG VERKEFNI
Meðal lögfræðilegra verkefna Áslaugar eru álitsgerðir á sviði félagaréttar og frumvörp að lögum fyrir stjórnvöld, en hún samdi m.a. viðamikið frumvarp sem varð að lögum nr. 50/2007 um sameignarfélög, en með þeim voru reglur um stofnun og starfsemi sameignarfélaga lögfest í fyrsta skipti. Hún samdi einnig ítarlega umsögn um frumvarp til laga um dómstóla árið 2016 og skýrslu til GRECO 2015 um íslenska dómskerfið. Sjá hér.
KENNSLA, FYRIRLESTRAR OG NÁMSKEIÐ Í FÉLAGARÉTTI
Áslaug sinnti kennslu á sviði félagaréttar um árabil eða allt frá árinu 1994 þegar hún hóf kennslu við lagadeild HÍ í félagarétti þar sem hún kenndi einnig tímabundið kröfu- og skaðabótarétt. Hún hafði umsjón með og skipulagði ný námskeið á sviði félaga- og fjármagnsmarkaðsréttar við lagadeild og viðskiptadeild HÍ og HR, þ.á m. í verðbréfamarkaðsrétti, stjórnarháttum hlutafélaga og stjórnun og ábyrgð í hlutafélögum. Áslaug hefur einnig flutt fyrirlestra, skipulagt fagfundi og námskeið fyrir ýmsa aðila.